Knattspyrnufélagið Hörður var stofnað árið 1919 af liðsmönnum sem voru áður í Fótboltafélagi Ísafjarðar en fannst þörf á öðru knattspyrnufélagi í bænum. Aðrar íþróttagreinar eins og glíma, frjálsar íþróttir, sund, skíði og handbolti voru einnig stundaðar í nafni félagsins. Knattspyrnudeild Harðar starfaði af krafti þangað til seinni hluta 20. aldar en það var um sumar árið 1979 þar sem Hörður spilaði sinn síðasta knattspyrnuleik.

Félagið starfaði áfram á öðrum vetvöngum en af litlum krafti þangað til að gamall Harðverji, Hermann Níelsson, myndaði öfluga glímusveit. Á síðustu árum hefur íþróttagreinum fjölgað innan Harðar.

Virkar deildir í félaginu eru nú Handboltadeild, Knattspyrnudeild og Glímudeild.
Áður fyrr var einnig keppt á skíðum, sundi, frjálsum, thai kwondo, júdó og ýmsum öðrum greinum.

Seinustu ár í handbolta hjá Herði

Þrátt fyrir að hafa verið í seinasta sæti í 2. deild karla árið 2019-20 þá var Herði boðið að taka þátt í 1. deild karla árið 2020-21 þar sem þeir lentu í 8. sæti.
Árið 2021-2022 sigraði Hörður Grill66 deild Karla og komst upp í úrvalsdeild (Olísdeild) veturinn á eftir í fyrsta skipti í sögunni.

Uppbygging hefur því verið gríðarlega hröð og góð hjá Herði seinustu ár, en þeir fóru úr því að spila í 3. deild uppí úrvalsdeild á ljóshraða.